Fundur með íbúum framundan

April 12, 2016

2. fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í Tjarnarlundi, Saurbæ, í Dalabyggð þann 4. apríl sl.  Þar var Ingibjörg Emilsdóttir valinn formaður nefndarinnar og Karl Kristjánsson varaformaður og var einhugur um það val. Ráðgjafar frá Alta fóru yfir drög að verkefnislýsingu sem útskýrir hvernig staðið verður að gerð svæðisskipulagsáætlunarinnar. Hlutverk lýsingarinnar er að gefa íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri ábendingum um nálgun við áætlunargerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Ákveðið var að halda opinn fund þann 26. apríl nk. til að kynna drögin og leita eftir upplýsingum og sjónarmiðum sem nýst geta við verkefnið. Gengið verður frá verkefnislýsingunni í kjölfarið og hún afgreidd í svæðisskipulagsnefnd til kynningar í samræmi við skipulagslög. Fundurinn verður nánar kynntur á næstunni.

 

 

 

 

Please reload

Til fróðleiks

Njótum hlunninda! Gildistaka svæðisskipulags.

June 25, 2018

1/7
Please reload

Ný frétt

October 24, 2017

March 28, 2017

Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Leit
Við verðum bráðum á Facebook
  • Facebook Basic Square