top of page

Um framgang tillögugerðar og gagnabanka með kortasjá


Nú líður að því að svæðisskipulagstillaga verði auglýst skv. 24. gr. skipulagslaga. Auglýsing verður birt á þessum vef, á Facebook-síðu verkefnisins, vefjum sveitarfélaganna, í dagblaði og Lögbirtingablaðinu. Hægt verður að nálgast tillöguna á vef og á skrifstofum sveitarfélaganna og skila inn athugasemdum við hana innan 6 vikna frá birtingu auglýsingar.

Eftir kynningu vinnslutillögu á fundum í sveitarfélögunum í október 2017 fjallaði svæðisskipulagsnefnd um þær ábendingar sem komu fram og umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum sem höfðu fengið tillöguna senda. Nefndin og sveitarstjórnir afgreiddu síðan svæðisskipulagstillöguna til athugunar Skipulagsstofununar og er umsögn væntanleg um miðjan janúar. Þegar unnið hefur verið úr umsögninni verður svæðisskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu auglýst, samanber framangreint. Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar má nálgast hér.

Í vinnu við mótun svæðisskipulagstillögunnar hefur orðið til heilmikill landfræðilegur gagnabanki um sveitarfélögin þrjú. Til þess að hann nýtist sem best fyrir sveitarfélögin, fyrirtæki, stofnanir, íbúa og aðra sem áhuga hafa, hefur Alta sett hluta gagnanna fram í kortasjá. Auk grunngagna er í kortasjánni sýndar tillögur um ferðaleiðir og áningarstaði sem er hluti af svæðisskipulagstillögunni sjálfri, en það er gert með fyrirvara um að málsmeðferð tillögunnar er ekki lokið. Kortasjáin er kynnt sem dæmi um það hvernig setja má fram upplýsingar af þessu tagi en gert er ráð fyrir að hún verði þróuð áfram eftir því sem tímar líða þannig að hún gagnist sem best.


Til fróðleiks
Ný frétt
Eldri fréttir
Leit
Við verðum bráðum á Facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page