Search
Athugasemdafrestur rennur út 12. mars
- Matthildur Elmarsdottir
- Mar 10, 2018
- 1 min read
Minnt er á að frestur til að senda inn athugasemdir eða ábendingar við svæðisskipulagstillöguna rennur út í lok mánudags 12. mars. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu, liggur frammi til sýnis á skrifstofum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og hér á vefnum samtakamattur.is.
Comments