top of page
NJÓTUM HLUNNINDA!
DALIR - REYKHÓLAR - STRANDIR
Svæðisskipulag
Dalabyggðar,
Reykhólahrepps
og Strandabyggðar
NÝJUSTU FRÉTTIR
Staðfest svæðisskipulag
Staðfesta svæðisskipulagsáætlun má nálgast hér og í vefsjá Skipulagsstofnunar.
Með gildistöku svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð hafa sveitarfélögin fest í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins. Við mótun svæðisskipulagsins voru greind tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og á þeim grunni mótuð markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styður við þau. Áætluninni er ætlað að vera verkfæri sveitarfélaganna við að takast á við sameiginlegar áskoranir í byggðamálum svæðisins.
Markmiðið er að með tíð og tíma leiði starfið til
Aukinnar samvinnu sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar – með því að móta sameiginlega framtíðarsýn og markmið til að vinna eftir og forgangsraða samstarfsverkefnum og verkefnum sveitarfélaganna á þeim grunni.
Sterkari sjálfsmyndar samfélaga á svæðinu og aukinnar samheldni þeirra – með því að greina tengsl íbúa við sitt svæði og draga þau fram í stefnumótuninni.
Skýrari ímyndar svæðisins og aukins aðdráttarafls gagnvart ferðamönnum, nýjum íbúum, fyrirtækjum og fjárfestum – með því að skýra sérkenni svæðisins og marka stefnu sem styrkir þau og nýtist jafnframt fyrirtækjum í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum til vöruþróunar og markaðssetningar.
Nýrra fyrirtækja, þjónustu og vöru sem byggja á sérkennum og auðlindum svæðisins – með því að draga fram, ræða og gera aðgengilegar upplýsingar um auðlegð svæðisins og tækifæri sem í henni búa.
Aukins fjármagns til svæðisbundinna verkefna og annarra verkefna sem falla að sameiginlegri langtímasýn svæðisins í svæðisskipulaginu – með því að setja einstök verkefni í stærra samhengi í tíma og rúmi.
Tilgangur
SVÆÐISSKIPULAG
-
Er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg stefna þeirra um byggðaþróun og sameiginlega hagsmuni.
-
Skal taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti.
-
Skal ná til a.m.k. tólf ára tímabils.
-
Skal byggja á markmiðum skipulagslaga og landsskipulagsstefnu.
-
Sjá nánar á vef Skipulagsstofnunar...
Svæðisskipulag
Hafa samband
Svæðisskipulag hefur tekið gildi.
Fyrirspurnum skal beina til Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Contact
bottom of page