NJÓTUM HLUNNINDA!
VERKEFNISLÝSING
Fyrsti áfangi svæðisskipulagsvinnunnar felst í gerð verkefnislýsingar þar sem gerð er grein fyrir áherslum svæðisskipulagsnefndar við gerð áætlunarinnar, forsendum og fyrirliggjandi stefnu og áætlunum, ásamt því hvernig samráði og kynningu verður háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Hlutverk lýsingarinnar er að gefa íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina og helstu forsendur hennar. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu.
Verkefnislýsingin var samþykkt af svæðisskipulagsnefnd 1. júní 2016 og er til kynningar og umsagnar hjá Skipulagsstofnun og fjölmörgum aðilum til 12. júlí 2016. Sjá einnig frétt hér.