
Samtakamátturinn virkjaður!
Boð til þátttöku á súpufundi í Tjarnarlundi 26.4.2016 kl. 17.30
Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar! Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Þess vegna boðar nefndin til opins súpufundar í Tjarnarlundi í Saurbæ, þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 17:30-21:30. Á fundinum verður svæðisskipulagsverkefnið kynnt og gefi

Fundur með íbúum framundan
2. fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í Tjarnarlundi, Saurbæ, í Dalabyggð þann 4. apríl sl. Þar var Ingibjörg Emilsdóttir valinn formaður nefndarinnar og Karl Kristjánsson varaformaður og var einhugur um það val. Ráðgjafar frá Alta fóru yfir drög að verkefnislýsingu sem útskýrir hvernig staðið verður að gerð svæðisskipulagsáætlunarinnar. Hlutverk lýsingarinnar er að gefa íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri ábendingum um nálgun við á