Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum, en þær segja til um hlutverk nefndarinnar og starfshætti. Reglurnar má nálgast með því að smella hér.

Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar
Á þriðja fundi sínum, þann 1. júní sl., samþykkti svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lýsingu skipulagsverkefnis fyrir sveitarfélögin. Lýsingin er unnin samkvæmt ákvæði 23. gr. skipulagslaga. Í verkefnislýsingunni, sem má nálgast hér, er gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi svæðisskipulags og hvernig staðið verður að vinnslu þess. Lýst er landfræðilegu samhengi skipulagssvæðisins og samhengi verkefnisins við aðra stefnumótun og áætlanagerð á