

Staðarandi og ferðaleiðir til umræðu á súpufundi í Króksfjarðarnesi
Þann 6. september sl. komu rúmlega 30 manns úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð saman í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi til að ræða þróun heimahaganna. Þetta var annar opni súpufundurinn sem haldinn er í tengslum við svæðisskipulagsvinnu sveitarfélaganna. Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni; annað sneri að efnivið fyrir svæðismark (vörumerki) svæðisins og hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða. Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar f