
Sérkenni og svæðismark - tækifæri framtíðar kortlögð
Hvað eiga lyng, þari, rækja og rekaviður sameiginlegt? Jú, ásamt fleiri einkennum svæðisins eru þessi náttúrufyrirbæri tákngerð í svæðismarki (e. regional brand) sem nú er í vinnslu fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð. Markinu er ætlað að stuðla að samræmdri kynningu á upplifun, vöru og þjónustu sem í boði er á svæðinu, með því að segja „sögu“ svæðisins með samræmdum og markvissum hætti. Tilgangurinn er að styðja við atvinnulíf svæðisins með því að styrkja ímynd þe