
Loforð um upplifun og markmið til sóknar
Gott lesefni í sumarfríinu! Drög að svæðisskipulagstillögu fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð liggja nú fyrir. Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi sínum um miðjan júní sl. að kynna drögin óformlega á Netinu í sumar og óska eftir ábendingum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir 12. ágúst nk. Eftir þann tíma verður unnið úr ábendingum sem kunna að berast og gengið frá tillögu til formlegrar kynningar samkvæmt 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Sú kynning verður auglýs