

Heima er ró og tækifæri til að skapa
Ungu fólki frá Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð var boðið til síðdegisstundar með ráðgjöfum hjá Alta í Reykjavík þann 17. nóvember sl. Tilgangur fundarins var að ræða tengsl unga fólksins við heimahagana og sýn þeirra á framtíð svæðisins. Markmiðið var að fá fram upplýsingar og sjónarmið sem nýst gætu við að móta stefnu í byggða- og skipulagsmálum sem styrkir ímynd svæðisins. Mikilvægt er að svæðisskipulagsverkefnið taki mið af rödd ungu kynslóðarinnar, en hennar er