

Stefna að mótast
Í vetur hefur verið unnið áfram að því að móta svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar en þar er sjónum beint að framtíðarhagsmunum og -samstarfi sveitarfélaganna. Í svæðisskipulaginu verður sett fram sameiginleg stefna þeirra um byggðaþróun. Í annarri viku í mars fundaði svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna þriggja með kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnunum og þeim nefndum og starfsmönnum sem mest tengjast viðfangsefnum svæðisskipulags. Fulltrúum frá mar


Heima er ró og tækifæri til að skapa
Ungu fólki frá Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð var boðið til síðdegisstundar með ráðgjöfum hjá Alta í Reykjavík þann 17. nóvember sl. Tilgangur fundarins var að ræða tengsl unga fólksins við heimahagana og sýn þeirra á framtíð svæðisins. Markmiðið var að fá fram upplýsingar og sjónarmið sem nýst gætu við að móta stefnu í byggða- og skipulagsmálum sem styrkir ímynd svæðisins. Mikilvægt er að svæðisskipulagsverkefnið taki mið af rödd ungu kynslóðarinnar, en hennar er


Staðarandi og ferðaleiðir til umræðu á súpufundi í Króksfjarðarnesi
Þann 6. september sl. komu rúmlega 30 manns úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð saman í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi til að ræða þróun heimahaganna. Þetta var annar opni súpufundurinn sem haldinn er í tengslum við svæðisskipulagsvinnu sveitarfélaganna. Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni; annað sneri að efnivið fyrir svæðismark (vörumerki) svæðisins og hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða. Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar f

Þróun heimahaganna: Hugmyndir og sjónarmið
Þriðjudaginn 6. september nk. verður haldinn opinn fundur í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun áætlunarinnar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Sjá nánar um verkefnið á vefnum s

Samtakamátturinn virkjaður! Boð til þátttöku á súpufundi í Tjarnarlundi 26.4.2016 kl. 17.30
Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar! Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Þess vegna boðar nefndin til opins súpufundar í Tjarnarlundi í Saurbæ, þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 17:30-21:30. Á fundinum verður svæðisskipulagsverkefnið kynnt og gefi


Fundur með íbúum framundan
2. fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í Tjarnarlundi, Saurbæ, í Dalabyggð þann 4. apríl sl. Þar var Ingibjörg Emilsdóttir valinn formaður nefndarinnar og Karl Kristjánsson varaformaður og var einhugur um það val. Ráðgjafar frá Alta fóru yfir drög að verkefnislýsingu sem útskýrir hvernig staðið verður að gerð svæðisskipulagsáætlunarinnar. Hlutverk lýsingarinnar er að gefa íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri ábendingum um nálgun við á


Svæðisskipulagsverkefni ýtt úr vör
Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í Leifsbúð í Búðardal þann 23. febrúar 2016. Þar var farið yfir verkáætlun, umsókn í Skipulagssjóð og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar. Fulltrúum sveitarstjórna og valinna nefnda var boðið að sitja síðari hluta fundarins til að kynna sér verkefnið og setja fram sjónarmið um áherslur við vinnslu þess. Efni sem kom fram í umræðum á fundinum verður nýtt við gerða lýsingar fyrir skipulagsverkefnið en hana skal vinna skv. skipula