top of page

Heimahagarnir og hamingjan


Svæðisskipulagsnefnd fyrir landsvæði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar býður ungu fólki frá sveitarfélögunum, sem býr í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða er statt á þeim slóðum nú í nóvember, að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta, til að ræða framtíðarþróun svæðisins. Ungmenni frá svæðinu sem annað hvort búa þar eða annarsstaðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka.

Stundinni verður varið þannig:

  1. Kynning á spennandi vinnu sem nú er í gangi við að móta sameiginlega stefnu sveitarfélaganna þriggja en hún miðar að því að efla byggð.

  2. Umræður um sérkenni og tækifæri svæðisins og hugmyndir um framtíðarþróun þess. Ráðgjafar frá Alta stýra umræðunum stig af stigi.

  3. Samantekt helstu skilaboða til svæðisskipulagsnefndar.

Boðið verður upp á hressingu.

Skráning hjá matthildur@alta.is fyrir 14. nóvember 2016.


Til fróðleiks
Ný frétt
Eldri fréttir
Leit
Við verðum bráðum á Facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page