top of page

Kynning vinnslutillögu


Á fundi sínum þann 23. ágúst sl. ákvað svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar að kynna svæðisskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagagreinin kveður á um kynningu svæðisskipulagstillögu á vinnslustigi áður en gengið er frá henni til formlegrar auglýsingar.

Í samræmi við samþykkt svæðisskipulagsnefndar hefur tillagan verið send til fjölmargra aðila til kynningar og umsagnar og er nú birt hér á verkefnisvef.

Tillagan verður kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum þremur í október. Auglýsingar um fundina verða birtar í fjölmiðlum, á vef og Facebook-síðu verkefnisins og á vefjum sveitarfélaganna þriggja.

Á þessum tímapunkti er leitað eftir umsögn um svæðisskipulagstillöguna og tilheyrandi umhverfisskýrslu með hliðsjón af þeim spurningum sem settar eru fram á bls. 5 í tillögunni. Einnig eru ábendingar um önnur atriði sem betur mættu fara vel þegnar.

Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 28. október nk. og má senda þær á: Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, b.t. formanns - Ingibjargar Emilsdóttur, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is (gjarnan með afriti á verkefnisstjóra: matthildur@alta.is).

Þegar kynningu skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga er lokið verður unnið úr ábendingum og umsögnum sem berast og gerðar lagfæringar eða breytingar á tillögunni eftir því sem svæðisskipulagsnefnd þykir tilefni til. Nefndin afgreiðir síðan tillöguna og sendir til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Þegar umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir og búið er að vinna úr henni verður svæðisskipulagstillagan auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga. Þá gefst a.m.k. sex vikna frestur til að gera athugasemdir við tillöguna. Engu að síður er mikilvægt að umsagnaraðilar, íbúar og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta kynni sér tillöguna á þessu stigi og komi á framfæri sjónarmiðum sínum.

Til fróðleiks
Ný frétt
Eldri fréttir
Leit
Við verðum bráðum á Facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page