Svæðisskipulagsverkefni ýtt úr vör
Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í Leifsbúð í Búðardal þann 23. febrúar 2016. Þar var farið yfir verkáætlun, umsókn í Skipulagssjóð og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar. Fulltrúum sveitarstjórna og valinna nefnda var boðið að sitja síðari hluta fundarins til að kynna sér verkefnið og setja fram sjónarmið um áherslur við vinnslu þess. Efni sem kom fram í umræðum á fundinum verður nýtt við gerða lýsingar fyrir skipulagsverkefnið en hana skal vinna skv. skipulagslögum. Í lýsingu verður grein fyrir því hvernig staðið verður að gerð svæðisskipulagsáætlunarinnar þ.m.t. kynning og samráð. Lýsingin verður kynnt á vormánuðum og þá gefst íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við áætlunargerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. .